Pollamóti Þórs hefur verið frestað til 17. apríl, en upphaflega átti mótið að fara fram þann 6. mars. Samkvæmt skipuleggjendum mótsins mun þetta vera vegna þess að tilslakanir sóttvarnaryfirvalda voru ekki nægar til þess að hægt væri að halda mótið með góðum hætti þá.

Tilkynning:

Pollamóti Þórs í körfuknattleik frestað til laugardagsins 10. apríl

Heil og sæl, kæra körfuknattleiksfólk nær og fjær

Nýlegar tilslakanir sóttvarnaryfirvalda eru því miður ekki nægilega miklar til að hægt verði að halda Pollamót Þórs í körfuknattleik laugardaginn 6. mars með viðunandi hætti. Þetta fékk mótsnefnd endanlega staðfest fyrr í dag í samtölum við fulltrúa

Almannavarnardeildar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Okkur í mótsnefndinni þykir þetta afar miður en staðan er einfaldlega sú að það er ekki hægt að halda mótið með góðum hætti miðað við núgildandi sóttvarnareglur.

Mótsnefndin er hins vegar staðráðin í að halda þetta mót og höfum í ljósi nýjustu vendinga frestað mótinu til laugardagsins 17. apríl. Allt er þegar fernt er! Þetta verður geggjað mót, fullt af liðum skráð til leiks og okkur hlakkar mikið til að taka á móti ykkur öllum. Áfram gakk!

Körfuboltakveðja, mótsnefnd.