Haukar hafa samið við Pablo Bertone um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla.

Bertone er 30 ára gamall argentínskur bakvörður sem einnig er með ítalskt vegabréf og mun hann því leika sem Evrópumaður í deildinni. Síðast lék hann fyrir Instituto Cordoba í Argentínu og var að skila 9 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.

Fréttatilkynning:

Haukar hafa náð samkomulagi við Pablo Bertone að koma og taka slaginn með Haukum í Domino‘s deild karla og verða því tveir nýjir leikmenn mættir til leiks þegar landsleikjahléi lýkur en fyrir voru Haukar búnir að ná samkomulagi við Bandaríkjamanninn Jalen Jackson.

Bertone er 30 ára argentískur bakvörður með ítalskt vegabréf og hefur spilað í efstu deildum á Ítalíu og Argentínu sem og í LEB Oro á Spáni.
Síðast spilaði hann með Instituto Cordoba í Argentínu og var að skila þeim 9.2 stigum, 2.4 fráköstum og 1.2 stoðsendingu.

Við bjóðum Pablo velkominn til Hauka.