Skallagrímur lagði KR í kvöld í Dominos deild kvenna, 67-53. Eftir leikinn er Skallagrímur í 5. sæti deildarinnar með 8 stig, 4 sigra og 4 tapaða á meðan að KR er sem áður í 8. sætinu, enn í leit að fyrsta sigrinum.

Staðan í deildinni

Atkvæðamestar fyrir Skallagrím í kvöld voru Nikita Telesford með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar og Sanja Orozovic með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir gestina voru Karyn McCutcheon með 17 stig, 4 fráköst og 9 stoðsendingar og Unnur Tara Jónsdóttir með 2 stig og 8 fráköst.

Bæði lið leika næst 21. febrúar. Skallagrímur fær Val í heimsókn í Borgarnes á meðan að KR og Snæfell eigast við í Vesturbænum.

Tölfræði leiks

Mynd / Skallagrímur FB