Orri Hilmarsson og Cardinal Stritc Wolves töpuðu í gærkvöldi fyrir liði Holy Cross í bandaríska háskólaboltanum, 76-64. Leikurinn var sá síðasti í deildarkeppninni hjá Cardinal Stritch, en við tekur CCAC úrslitakeppnin sem byrjar komandi þriðjudag 23. febrúar.

Á 38 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Orri 25 stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta. Orri hitnaði vel fyrir utan í leiknum, setti niður 7 af 11 þriggja stiga skota sinna.

Tölfræði leiks