Orri Hilmarsson og Cardinal Stritch Wolves hafa leikið tvo leiki á síðustu dögum. Fyrri leikinn unnu þeir gegn Maranatha Baptist University, 75-73, en í honum skoraði Orri sigurkörfu Wolves þegar um 9 sekúndur voru eftir af leiknum. Í heild var hann með 12 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Seinni leiknum töpuðu Wolves svo fyrir Calumet College of St. Joseph í nótt, 56-70. Á 40 mínútum spiluðum skilaði Orri 8 stigum, 6 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Cardinal Stritch hafa það sem af er tímabili tapað 14 leikjum, en sigur þeirra á Maranatha var þeirra fyrsti í vetur. Næst leikur liðið gegn Holy Cross komandi laugardag 20. febrúar, en það mun vera síðasti leikur á dagskrá þeirra áður en að úrslitakeppni deildarinnar fer af stað.