Nikita Telesford leikmaður Skallagríms hefur verið dæmd í tveggja leikja bann fyrir atvik sem áttu sér stað í leik liðsins gegn Val í Dominos deild kvenna. Mun hún því missa af leikjum gegn Keflavík þann 28. febrúar og Breiðablik 3. mars.

Ljóst er að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir Skallagrím, en Nikita hefur verið atkvæðamikil fyrir liðið það sem af er vetri. Skilað 12 stigum, 9 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í 10 leikjum.

Agamál 27/2020-2021              

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál, undanfara brots, hegðunar leikmanns í kjölfar brots og afleiðinga þess, skal hin kærða, Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Skallagríms og Vals í Dominos deild mfl. kvenna sem fram fór þann 21. Febrúar