Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Spectrum Höllinni í Charlotte lögðu heimamenn í Hornets lið Houston Rockets, 94-119. Hornets eftir leikinn í 6. sæti Austurstrandarinnar með 48% sigurhlutfall, 12 sigra og 13 töp það sem af er tímabili á meðan að Rockets sitja í 10. sæti Vesturstrandarinnar með 47.8% sigurhlutfall, 11 sigra og 12 töp.

Nýliðinn LaMelo Ball atkvæðamestur fyrir Hornets í leiknum með 24 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar. Fyrir Rockets var það Victor Oladipo sem dróg vagninn með 21 stigi, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Rockets og Hornets:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Oklahoma City Thunder 113 – 119 Los Angeles Lakers

Houston Rockets 94 – 119 Charlotte Hornets

Washington Wizards 105 – 101 Chicago Bulls

Toronto Raptors 128 – 113 Memphis Grizzlies

Minnesota Timberwolves 122 – 127 Dallas Mavericks

Golden State Warriors 100 – 105 San Antonio Spurs

Cleveland Cavaliers 113 – 119 Phoenix Suns

Milwaukee Bucks 125 – 112 Denver Nuggets