Keflavík lagði Tindastól í kvöld í áttundu umferð Dominos deildar karla, 107-81. Keflavík er sem áður í efsta sæti deildarinnar eftir leikinn með 16 stig á meðan að Tindastóll er í 6.-8. sætinu ásamt KR og Njarðvík með 8 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við nýjan leikmann Keflavíkur, Max Montana, eftir leik á Sunnubrautinni. Max kom beint í leik eftir 5 daga sóttkví og setti 13 stig og tók 3 fráköst á rúmum 16 mínútum.