KR lagði Grindavík í kvöld í HS Orku Höllinni í áttundu umferð Dominos deildar karla, 83-95. Liðin jöfn að stigum eftir leikinn með 10 í 4.-6. sæti deildarinnar ásamt ÍR.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Matthías Orra Sigurðarson leikmann KR eftir leik í HS Orku Höllinni, en hann skilaði 22 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum í kvöld.

Matthías Orri Sigurðarson eftir leik: “Ég er mjög ánægðu með sigurinn, en mér fannst við gefa fullmikið eftir í öðrum leikhluta. Byrjunin var frábær og mér fannst alls ekki nógu gott hjá okkur að vera bara þremur stigum yfir í hálfleik. Þótt sigurinn hafi verið frekar öruggur þá náðum við samt aldrei að stinga þá alveg af og slíkt getur verið hættulegt í körfubolta þar sem leikir geta snúist á örskammri stundu. Mér finnst liðið klárlega vera á réttri leið; við verðum að vera þolinmóðir og erum að ná betur og betur saman.”

Viðtal / Svanur Már Snorrason