Martin Hermannsson og Valencia kjöldrógu í kvöld lið Zenit frá Pétursborg í EuroLeague, 62-91. Valencia eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 14 sigra og 12 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin tveimur stigum, þremur fráköstum og þremur stoðsendingum. Það er stutt á milli leikja hjá Valencia þessa dagana, en næsti leikur þeirra í EuroLeague er 2. mars gegn Anadolu Efes Instanbul.

Tölfræði leiks