Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir stórliði Real Madrid í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins, 85-74. Liðið er því úr leik, en Real fer áfram í undanúrslit keppninnar.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Martin 10 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Valencia er í EuroLeague þann 19. febrúar, en þá munu þeir mæta Real Madrid á nýjan leik.

Tölfræði leiks