Martin Hermannsson og Valencia unnu í kvöld stórlið Real Madrid í EuroLeague, 78-89. Valencia eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 13 sigra og 12 tapaða það sem af er tímabili.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum skilaði Martin 9 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Valencia í EuroLeague er gegn Zenit í Pétursborg.

Tölfræði leiks