Martin Hermannsson og Valencia unnu sinn 12. leik í röð í kvöld í ACB deildinni á Spáni er liðið lagði Real Betis, 89-81. Valencia eru eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 16 sigra og 6 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Martin 13 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum. Eftir leik kvöldsins er Valencia komið í nokkurra vikna hlé frá ACB deildinni, en næst mæta þeir liði Hauks Helga Pálssonar, Morabanc Andorra, þann 28. febrúar.

Tölfræði leiks