Grindavík hefur samið við Marshall Nelson um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla.

Nelson er 27 ára gamall bakvörður sem lék fyrir Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, , en þar skilaði hann 8 stigum að meðaltali í leik. Samkvæmt félaginu er leikmaðurinn frá Ástralíu, en þar sem hann hefur einnig belgískt ríkisfang, mun hann leika sem evrópskur leikmaður í deildinni.

Kemur Nelson til með að fylla skarð Dags Kár Jónssonar, sem er samkvæmt heimildum frá vegna meiðsla næstu leikina.