Lykilleikmaður 10. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Vals Pavel Ermolinskij.

Í sterkum sigri á Keflavík í Origo Höllinni var Pavel besti leikmaður beggja enda vallarins. Á tæpum 35 mínútum spiluðum skilaði hann 18 stigum, 6 fráköstum, 5 stoðsendingum, 3 stolnum boltum og vörðu skoti. Þá var hann einnig frábær varnarlega.

Lykilleikmenn umferða:

  1. umferð – Larry Thomas
  2. umferð – Dominykas Milka
  3. umferð – Logi Gunnarsson
  4. umferð – Dominykas Milka
  5. umferð – Antonio Hester
  6. umferð – Dedrick Deon Basile
  7. umferð – Michael Mallory II
  8. umferð – Everage Lee Richardson
  9. umferð – Larry Thomas
  10. umferð – Pavel Ermolinskij