Lykilleikmaður 7. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Hattar, Michael Mallory II.
Í sterkum fyrsta sigurleik Hattar í vetur gegn Njarðvík var Mallory besti leikmaður vallarins. Á tæpum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 33 stigum, 11 fráköstum, 4 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og 2 vörðum skotum. Þá var skotnýting hans til fyrirmyndar, en hann setti niður 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og var í heildina með 42 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Leikmenn umferða:
- umferð – Larry Thomas
- umferð – Dominykas Milka
- umferð – Logi Gunnarsson
- umferð – Dominykas Milka
- umferð – Antonio Hester
- umferð – Dedrick Deon Basile
- umferð – Michael Mallory II