Lykilleikmaður 9. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Þórs Larry Thomas.

Í góðum sigri Þórsara á Hetti í Þorlákshöfn var Larry besti leikmaður vallarins. Á 32 mínútum spiluðum skilaði hann 31 stigi, 11 fráköstum, 8 stoðsendingum og stolnum bolta. Þá var hann duglegur að koma sér á línuna og nýtti öll 10 vítaskot sín í leiknum. Í heild var þetta frekar skilvirk frammistaða hjá honum, sem undirstrikað er í þeim 39 framlagsstigum sem hann fékk fyrir leikinn.

Lykilleikmenn umferða:

  1. umferð – Larry Thomas
  2. umferð – Dominykas Milka
  3. umferð – Logi Gunnarsson
  4. umferð – Dominykas Milka
  5. umferð – Antonio Hester
  6. umferð – Dedrick Deon Basile
  7. umferð – Michael Mallory II
  8. umferð – Everage Lee Richardson
  9. umferð – Larry Thomas