Lykilleikmaður áttundu umferðar Dominos deildar karla var leikmaður ÍR Everage Lee Richardson.

Í nokkuð öruggum, en mikilvægum sigurleik ÍR á Grindavík í Hertz Hellinum í Breiðholti var Everage besti leikmaður vallarins. Á tæpum 29 mínútum spiluðum skilaði hann 23 stigum, 11 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Nýting hans úr djúpinu var ekki til eftirbreytni, eitt af sjö, en í öllum öðrum skotum var hann 90% í leiknum. Í heildina því einkar skilvirkur leikur, 36 framlagsstig og var liðið +25 þær mínútur sem hann spilaði í kvöld.

Lykilleikmenn umferða:

  1. umferð – Larry Thomas
  2. umferð – Dominykas Milka
  3. umferð – Logi Gunnarsson
  4. umferð – Dominykas Milka
  5. umferð – Antonio Hester
  6. umferð – Dedrick Deon Basile
  7. umferð – Michael Mallory II
  8. umferð – Everage Lee Richardson