Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í State Farm höllinni í Atlanta unnu heimamenn í Hawks lið Boston Celtics nokkuð örugglega, 112-127. Celtics eru eftir leikinn í 9. sæti Austurstrandarinnar með 47% sigurhlutfall það sem af er tímabili á meðan að Hawks eru í 11. sæti sömu deildar með 44% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur fyrir Celtics í leiknum var Tristan Thompson með 13 stig og 13 fráköst. Fyrir Hawks var það Ítalinn Danilo Gallinari sem dróg vagninn með 38 stigum og 6 fráköstum.

Það helsta úr leik Celtics og Hawks:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Los Angeles Lakers 89 – 114 Utah Jazz

Golden State Warriors 111 – 107 Indiana Pacers

Boston Celtics 112 – 127 Atlanta Hawks

Houston Rockets 96 – 112 Cleveland Cavaliers

Toronto Raptors 108 – 116 Miami Heat

Minnesota Timberwolves 126 – 133 Chicago Bulls

Detroit Pistons 118 – 128 New Orleans Pelicans

San Antonio Spurs 99 – 102 Oklahoma City Thunder

Charlotte Hornets 124 – 121 Phoenix Suns