KR lagði Stjörnuna í kvöld í tíundu umferð Dominos deildar karla, 100-91. Eftir leikinn er Stjarnan jöfn Þór í 2.-3. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að KR eru í því 4. með 12 stig.

Gangur leiks

Heimamenn í KR mættu vel gíraðir til leiks. Leiddu með heilum 18 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 31-13. Undir lok fyrri hálfleiksins gera þeir svo vel í að verjast áhlaupi gestanna úr Garðabæ, halda fengnum hlut, 18 stiga munur er liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 58-42.

Stjarnan geri gott áhlaup í upphafi seinni hálfleiksins. Skera forystu heimamann niður í aðeins 3 stig við lok þriðja leikhlutans, 73-70. Leikurinn var svo jafn og spennandi í þeim fjórða. Allt þangað til þegar um tvær mínútur voru eftir að Matthías Orri og Tyler Sabin settu þrista í tveimur sóknum í röð. Komu þar með forskoti heimamanna upp í 12 stig og ekki var aftur snúið. Sigurinn að lokum 9 stig, 100-91.

Tölfræði lýgur ekki

KR-ingar voru eitraðir úr djúpinu í kvöld, skutu 18 af 39 eða 46% á meðan að Stjarnan var 11 af 39 eða 28%.

Atkvæðamestir

Fyrir heimamenn var Brandon Nazione atkvæðamestur með 17 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var það Hlynur Bæringsson sem dróg vagninn með 18 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Hvað svo?

Deildin komin í nokkurra vikna landsleikjahlé. Bæði lið mæta aftur þann 28. febrúar, KR heimsækja ÍR þá í Breiðholtið og Stjarnan fær Tindastól í heimsókn í MGH.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt)