Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Golden 1 Höllinni í Sacramento lágu heimamenn í Kings fyrir Philadelphia 76ers, 119-111. Philadelphia eftir leikinn sem áður í efsta sæti Austurstrandarinnar með 72% sigurhlutfall á meðan að Sacramento eru í 9. sæti Vesturstrandarinnar með 50% sigurhlutfall.

Miðherjinn Joel Embiid atkvæðamestur fyrir 76ers í leiknum með 25 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Kings var það De´Aaron Fox sem dróg vagninn með 34 stigum, 6 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Kings og 76ers:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets 111 – 122 Detroit Pistons

New York Knicks 96 – 98 Miami Heat

Houston Rockets 101 – 130 New Orleans Pelicans

Golden State Warriors 114 – 91 San Antonio Spurs

Boston Celtics 108 – 122 Utah Jazz

Orlando Magic 97 – 106 Portland Trail Blazers

Philadelphia 76ers 119 – 111 Sacramento Kings