Keflavík lagði ÍR í kvöld með 6 stigum í sjöundu umferð Dominos deildar karla, 85-79. Eftir leikinn er Keflavík við topp deildarinnar með sex sigra og eitt tap á meðan að ÍR er í 3.-7. sæti með fjóra sigra og þrjú töp.
Atkvæðamestir í liði heimamanna í Keflavík í kvöld voru Dminykas Milka með 34 stig og 10 fráköst og Deane Williams með 16 stig og 10 fráköst. Fyrir ÍR voru Collin Pryor með 22 stig og 5 fráköst og Danero Thomas með 16 stig og 7 fráköst.
Næsti leikur beggja liða er komandi föstudag 5. febrúar. Þá heimsækja ÍR lið Grindavíkur kl. 18:15 og Keflavík mæta KR í DHL Höllinni kl. 20:15.
Myndasafn (SBS)