Kári Jónsson og félagar í Girona lögðu í hádeginu í dag lið Coviran Granada í Leb Oro deildinni á Spáni, 81-66. B hluti deildarinnar sem Girona í er nokkuð jafn þetta tímabilið, Girona eru í 7. sætinu með sex sigra og sjö töp, en eru aðeins tveimur sigurleikjum frá 3. sætinu.

Kári hafði frekar hægt um sig í leik dagsins. Á tæpum 14 mínútum spiluðum komst hann ekki á blað í stigaskorun, en skilaði tveimur fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Girona er 14. febrúar gegn Real Murcia.

Tölfræði leiks