Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson og félagar í Girona máttu þola tap í framlengdum leik í dag fyrir Real Murcia í Leb Oro deildinni á Spáni, 93-87. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu höfðu Girona þokast upp töfluna á síðustu vikum og mánuðum, en fyrir leik dagsins voru þeir búnir að vinna þrjá í röð. Eftir leikinn er Girona í 7. sæti B hluta Leb Oro deildarinnar með sjö sigra og níu töp það sem af er vetri.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í dag skilaði Kári 8 stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta.Næsti leikur Girona er gegn Sigtryggi Arnari Björnssyni og Real Canoe eftir landsleikjahléið þann 28. febrúar.

Tölfræði leiks