Kári Jónsson og Girona lögðu í kvöld lið Arnars Björnssonar Real Canoe í Leb Oro deildinni á Spáni, 73-77. Eftir leikinn eru Girona í 7. sæti deildarinnar með 6 sigra og 7 tapaða leiki á meðan að Canoe eru í 10. sætinu með 2 sigra og 10 töp.

Á rúmum 20 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Kári tíu stigum, þremur fráköstum og tveimur stoðsendingum. Arnar, sem hefur farið vel af stað með Canoe síðan hann kom til þeirra nú eftir áramótin, var ekki í hóp þar sem að um frestaðan leik var að ræða og hann var ekki kominn til liðsins fyrir upphaflegan leikdag.

Tölfræði leiks