Kári Jónsson og Girona höfðu betur gegn Arnari Björnssyni og Real Canoe í dag í Leb Oro deildinni á Spáni, 87-62. Girona eru eftir leikinn í 5.-6. sæti B hluta deildarinnar ásamt Almansa með 8 sigra og 8 töp það sem af er tímabili á meðan að Real Canoe eru í 10. sætinu með 2 sigra og 13 tapaða.

Á 16 mínútum spiluðum skilaði Kári 7 stigum, frákasti og stoðsendingu. Þ´var Arnar með 7 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar á 23 mínútum spiluðum í leiknum.

Tölfræði leiks