Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners töpuðu í kvöld fyrir stórliði Bayern Munchen í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 84-58. Skyliners eftir leikinn með sjö sigra og 11 töp í 9. sæti deildarinnar.

Á 21 mínútu spilaðri í leik kvöldsins skilaði Jón Axel 7 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næst leika Skyliners komandi sunnudag 14. febrúar gegn Ulm.

Tölfræði leiks