Jón Axel Guðmundsson og félagar í Fraport Skyliners töpuðu í dag fyrir Ulm í þýsku úrvalsdeildinni, 68-87. Skyliners eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með sjö sigra og 12 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum í dag skilaði Jón Axel 6 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Skyliners í deildinni er eftir landsleikjahlé þann 28. febrúar gegn Brose Bamberg.

Tölfræði leiks