Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners máttu þola tap í dag fyrir Brose Bamberg í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 62-78. Leikurinn sá fjórði sem Skyliners tapa í röð í deildinni, en þeir eru eftir hann í 11. sætinu með 7 sigra og 13 töp það sem af er tímabili.

Á 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 7 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu, 2 stolnum boltum og vörðu skoti. Næsti leikur Skyliners er gegn Rasta Vechta komandi fimmtudag 4. mars.

Tölfræði leiks