Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners lögðu í kvöld lið Rasta Vechta í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 72-96. Eftir leikinn eru Skyliners í 8.-9. sæti deildarinnar með 7 sigra og 9 töp.

Á rúmum 27 mínútum spiluðum skilaði Jón Axel 12 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Næsti leikur Skyliners í deildinni er komandi þriðjudag 9. febrúar gegn Brose Bamberg.

Tölfræði leiks