Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í þessum landsliðsglugga í dag þegar liðið mætir Grikklandi. Landsliðsglugginn fer fram í Ljubljana í Slóveníu Leikurinn er fyrri af tveimur en liðið mætir einnig heimakonum í Slóveníu þann 6. febrúar.

Þetta eru síðustu leikir liðsins í A-riðli undankeppni Eurobasket sem fram fer síðar á þessu ári. Ísland hefur leikið fjóra leiki í riðlinum og er án sigurs með sigahlufallið -107 stig. Liðið fer því pressulaust fyrir lokaleikina.

Þessi lið mættust síðast í nóvember 2019 þegar þessi undankeppni hófst en seinkaði svo vegna heimsfaraldurs. Sá leikur fór fram í Grikklandi en þá unnu Grikkir 89-54 þar sem heimakonur náðu forystu snemma en Íslenska liðið var í miklum vandræðum. Sylvía Rún Hálfdánardóttir var þá atkvæðamest Íslendinga með 10 stig og átta fráköst. Sjö leikmenn sem voru leikmanna hópnum þá eru einnig í leikmanna hópnum í dag. Þar af eru einungis þrír leikmenn í hóp dagsins sem léku meira en tíu mínútur síðast.

Landsliðshópinn í heild má finna hér.

Ljóst er að verðugt verkefni er framundan fyrir Íslenska liðið. Samkvæmt nýjustu fregnum verður hin reynslumikla WNBA leikmaðurinn Jacki Gemelos ekki með liðinu að þessu sinni. Öflugasti leikmaður liðsins er líklega Penelope Pavlopoulou sem leikur með Sepsi Osk í Rúmeníu en liðið leikur EuroCup. Níu af tólf leikmönnum gríska liðsins sem vann Ísland örugglega í lok 2019 eru í leikmannahóp dagsins.

Leikurinn í dag hefst kl 18:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV. Útsending hefst kl 18:05.

Karfan mun fjalla um leikina sem framundan eru að bestu getu og eru viðtöl væntanleg eftir leik.

Karfan ræddi við leikmenn landsliðsins í aðdraganda leiksins og má finna viðtölin hér að neðan.