ÍR lögðu Grindavík í kvöld í áttundu umferð Dominos deildar karla, 98-76. Liðin jöfn að stigum með 10 eftir leikinn í 3.-5. sæti deildarinnar ásamt Þór.

Atkvæðamestir fyrir heimamenn í ÍR í kvöld voru Everage Lee Richardson með 23 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar og Evan Christopher Singleterry með 21 stig og 6 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Grindavík var Ólafur Ólafsson með 22 stig og 7 fráköst og Joonas Jarvelainen með 18 stig og 6 fráköst.

Bæði lið leika næst 8. febrúar, Grindavík gegn KR í HS Orku Höllinni og ÍR heimsækir Stjörnuna í MGH.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Þorsteinn Eyþórsson)