Höttur sigraði Þór Akureyri í kvöld á Egilstöðum í áttundu umferð Dominos deildar karla, 95-70. Liðin jöfn að stigum eftir leikinn, hvort um sig með 4 í 10.-11. sæti deildarinnar.

Atkvæðamestir fyrir Hött í kvöld voru Michael Mallory með 25 stig og 7 stoðsendingar og Dino Stipcic með 14 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Þó var það Ivan Alcolado sem dróg vagninn með 27 stigum og 15 fráköstum, en þá bætti Dedrick Basile við 14 stigum og 7 stoðsendingum.

Bæði lið leika næst komandi sunnudag 7. febrúar kl. 17:15. Þór Akureyri fá Njarðvík í heimsókn, en Höttur heimsækir Þór í Þorlákshöfn.

Tölfræði leiks