Landsliðsmaðurinn Hjálmar Stefánsson er kominn með félagaskipti frá Aquimisa Carbajosa í Leb Plata deildinni á Spáni til Vals í Dominos deild karla.

Þar sem að leikmannaglugginn lokar nú 1. mars, má því gera ráð fyrir að Hjálmar verði með Val út tímabilið. Fyrir utan hluta af þessu tímabili, hefur Hjálmar alla tíð leikið með uppeldisfélagi sínu Haukum í Hafnarfirði. Í 17 leikjum með þeim á síðasta tímabili skilaði hann 7 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.