Hjálmar Stefánsson og Aquimisa Carbajosa lögðu í kvöld lið Grupo Alega Cantabria í Leb Plata deildinni á Spáni, 79-70. Carbajosa eftir leikinn í 5. sæti austurhluta deildarinnar með sjö sigra og níu töp það sem af er tímabili.

Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem Hjálmar leikur með Carbajosa án Tómasar Þórðs Hilmarssonar, en fyrir helgina tilkynnti hann að hann væri farinn frá félaginu.

Á 22 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Hjálmar fjórum stigum, fimm fráköstum og tveimur stolnum boltum. Næsti leikur Carbajosa er komandi miðvikudag 10. febrúar gegn CB Marbella.

Tölfræði leiks