Hjálmar Stefánsson og Aquimisa Carbajosa lögðu í kvöld lið Zentro Basket Madrid í Leb Plata deildinni á Spáni, 75-68. Carbajosa í 5. sæti austurhluta deildarinnar eftir leikinn með 8 sigra og 9 töp það sem af er vetri.

Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Hjálmar 8 stigum, 4 fráköstum og 2 stolnum boltum. Líkt og í svo mörgum deildum er komið að tveggja vikna landsleikjahléi í deildinni, en Carbajosa mæta næst CB Moron þann 27. febrúar.

Tölfræði leiks