Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lagði í dag Puerto Sagunto í EBA deildinni á Spáni, 64-100. Það sem af er tímabili hefur Valencia unnið fjórtán leiki og tapað aðeins einum, en þeir eru í efsta sæti E-A hluta deildarinnar.

Á rúmlega 31 mínútu spilaðri í kvöld skilaði Hilmar Smári 43 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu og 3 stolnum boltum. Skotnýting hans hreint stórkostleg í leiknum, þar sem hann setti niður 10 af 11 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna, 6 af 8 þriggja stiga skotum og 16 af 19 vítaskota.

Tölfræði leiks