Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í kvöld B lið TAU Castello í EBA deildinni á Spáni, 73-56. Það sem af er tímabili hefur Valencia unnið fimmtán leiki og tapað aðeins einum, en þeir eru í efsta sæti E-A hluta deildarinnar.

Hilmar Smári átti stórkostlegan leik í þeim síðasta gegn Puerto Sagunto, þar sem hann meðal annars skoraði 43 stig. Þeirri frammistöðu náði hann að fylgja vel á eftir í kvöld. Á tæpum 28 mínútum spiluðum skilaði hann 26 stigum, 8 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks