Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra lögðu Martin Hermannsson og félaga í Valencia í dag í ACB deildinni á Spáni, 84-72. Valencia eru eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 16 sigra og 7 töp það sem af er á meðan að Andorra eru öllu neðar, í 10. sætinu, með 10 sigra og 11 töp.

Á rúmum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Haukur Helgi 5 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu hjá Andorra. Martin lék rúmar 13 mínútur og setti 4 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Tölfræði leiks