Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court University Lions lögðu í gærkvöldi lið Felician University, 77-69. Það sem af er vetri hafa Lions unnið þrjá leiki og ekki tapað neinum, en tímabilið er tiltölulega nýbyrjað, þar sem að mikið af frestunum var vegna heimsfaraldurs Covid-19.

Á 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hanna 8 stigum, 6 fráköstum, 3 stoðsendingum og vörðu skoti. Næsti leikur Lions er gegn Concordia komandi laugardag 6. febrúar.

Tölfræði leiks