Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats lögðu í nótt lið NJIT Highlanders í bandaríska háskólaboltanum, 72-58. Leikurinn sá annar sem liðin léku sín á milli um helgina, en þann fyrri unnu Bearcats einnig, 76-63. Leikurinn sá síðasti sem liðið leikur á tímabilinu, en við tekur úrslitakeppni deildarinnar.

Á 33 mínútum spiluðum skilaði Hákon Örn átta stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Bearcats leika næst gegn Hartford Hawks þann 27. febrúar í úrslitakeppni American East deildarinnar.

Tölfræði leiks