Keflavík lagði KR í kvöld í Vesturbænum í áttundu umferð Dominos deildar karla, 74-98. Keflavík eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að KR er í 6.-8. sætinu ásamt Tindastól og Njarðvík með 8 stig.

Gangur leiks

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi. Liðin skiptust á snöggum áhlaupum og voru það heimamenn í KR sem voru stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 29-28. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram jafn og spennandi, en heimamenn leiða enn með einu þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 50-51.

Í upphafi seinni hálfleiksins tóku Keflvíkingar svo öll völd á vellinum. Unnu þriðja leikhlutann með níu stigum og eru því með þægilega átta stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 60-68. Í honum halda þeir svo áfram að byggja upp forystu sína, þrátt fyrir nokkrar hótanir KR um að koma sér aftur inn í leikinn. Keflavík vinnur að lokum með 24 stigum, 74-98.

Bestir

Atkvæðamestir fyrir Keflavík í kvöld voru Dominykas Milka með 22 stig og 19 fráköst og Deane Williams með 20 stig og 8 fráköst. Fyrir KR voru það Tyler Sabin og Matthías Orri Sigurðarson sem drógu vagninn. Tyler með 25 stig og 3 stoðsendingar og Matthías Orri með 13 stig og 4 fráköst.

Hvað svo?

Næsti leikur Keflavíkur er komandi sunnudag 7. febrúar heima gegn Tindastóli á meðan að KR heimsækir Grindavík degi seinna.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)