KR lagði Snæfell í dag í Dominos deild kvenna, 78-74. Sigurinn sá fyrsti sem KR vinnur í vetur, en þær eru þó sem áður í áttunda sæti deildarinnar á meðan að Snæfell er í 6.-7. sætinu ásamt Breiðablik með tvo sigra.

Gangur leiks

KR-ingar mættu með mikla orku til leiks. Skoruðu fyrstu 9 stig leiksins á fyrstu þremur mínútunum. Snæfell komst þó fljótlega eftir það í takt við leikinn. Munurinn þó 7 stig eftir fyrsta leikhluta, 22-15. Hægt og bítandi vinnur Snæfell forystu heimakvenna í öðrum leikhlutanum og komast yfir í stöðunni, 32-34. KR setur fótinn þá aftur á bensíngjöfina og eru yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 41-36.

Leikurinn var svo jafn og spennandi í upphafi seinni hálfleiksins. Allt þangað til KR náðu á nýjan leik að byggja upp forystu sína. Undir lok þriðja hlutans komust þær mest 14 stigum yfir. Munurinn 11 stig fyrir lokaleikhlutann, 61-51. Í þeim fjórða gerðu gestirnir úr Stykkishólmi hvað þær gátu til þess að vinna leikinn. KR hélt þetta þó út og vann að lokum með 4 stigum, 78-74

Kjarninn

Þetta KR lið hefur verið inni í fjölda leikja í vetur, þrátt fyrir að hafa ekki unnið neinn þeirra fyrr en nú. Róðurinn samt sem áður þungur. Þær eru í neðsta sæti deildarinnar og liðin fyrir ofan þær, Breiðablik og Snæfell, eru ólíkleg til þess að gefa mikið eftir. Heppilegt fyrir KR samt að vera nú aðeins einum sigurleik fyrir neðan þessi lið, þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu sjö leikjum tímabilsins.

Atkvæðamestar

Fyrir KR var Annika Holopainen gjörsamlega á eldi í leiknum. Skilaði 33 stigum og 16 fráköstum og var 7 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hjá Snæfell var það Emese Vida sem dróg vagninn með 9 stigum og 12 fráköstum.

Hvað svo?

Bæði lið leika næst komandi miðvikudag 24. febrúar. KR heimsækir Breiðablik í Smárann og Snæfell fær Skallagrím í heimsókn í Stykkishólm.

Tölfræði leiks