Körfuknattleiksdeild Fjölnis vill koma á framfæri einlægum þökkum til allra sem mættu um helgina á MB11 ára Íslandsmót stúlkna, allra þeirra sem hjálpuðu til við framkvæmd mótsins og Körfuknattleikssambandi Íslands sem lagði grunninn að öllu skipulagi undir krefjandi kringumstæðum.

Mótið er það fyrsta sem haldið er eftir langt hlé vegna yfirstandandi heimsfaraldurs og mikilvægið því meira að þessu sinni en oft áður, bæði upp á að allt gangi áfallalaust fyrir sig og ekki síður að yngri iðkendur fái loks tækifæri til að keppa.


Sérstakt hrós fá stelpurnar fyrir góða keppni, háttvísi og ekki síst umgengni á mótinu sem var algjörlega til fyrirmyndar!


Hægt er að sjá ljósmyndir og streymi frá leikjum mótsins á Facebook síðunni Fjölnirkarfatv.