Landsliðsframherjinn Hjálmar Stefánsson mun líklega semja við Val í Dominos deild karla á næstu dögum samkvæmt heimildum Boltinn Lýgur Ekki. Þetta kom fram í þætti sem birtur var í gær.

Hjálmar mun koma til liðsins úr Leb Plata deildinni á Spáni þar sem hann lék með liði Aquimisa Carbajosa. Fyrir þetta tímabil hafði hann aðeins leikið með uppeldisfélagi sínu Haukum í Hafnarfirði, en á síðasta tímabili í Dominos deildinni skilaði hann 7 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum með þeim.

Hægt er að nálgast Boltinn Lýgur Ekki á podcast rás Körfunnar á Itunes, Spotify og flestum öðrum veitum. Einnig er hægt að hlusta á hann hér fyrir neðan.