Elvar Már Friðriksson og Siauliai máttu þola tap í kvöld fyrir Dzukija í LKL deildinni í Litháen, 87-81. Siauliai eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 5 sigra og 14 töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 30 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Elvar Már 24 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum. Líkt og í svo mörgum deildum í Evrópu er nú komið að landsleikjahléi í Litháen, en Siauliai mir Dzukija aftur í deildinni þann 28. febrúar.

Tölfræði leiks