Elvar Már Friðriksson og Siauliai máttu þola tap í dag fyrir Vilnius Rytas í LKL deildinni í Litháen, 85-98. Siauliai í 10. sæti deildarinnar eftir leikinn, með 5 sigra og 12 töp það sem af er tímabili.

Á rúmum 29 mínútum spiluðum í dag skilaði Elvar 18 stigum, 5 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Næsti leikur Siauliai í deildinni er útileikur gegn sterku liði Lietkabelis komandi þriðjudag 9. febrúar.

Tölfræði leiks