Elvar Már Friðriksson og Siauliai töpuðu í kvöld fyrir Lietkabelis í LKL deildinni í Litháen í framlengdum leik, 108-105. Siauliai eftir leikinn sem áður í 10. sæti deildarinnar með fimm sigra og þrettán töp það sem af er vetri.

Á tæpum 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 21 stigi, 3 fráköstum og 8 stoðsendingum. Næsti leikur Siauliai er þann 12. febrúar gegn Alytaus Dzukija.

Tölfræði leiks