KR lagði Grindavík í kvöld í HS Orku Höllinni í áttundu umferð Dominos deildar karla, 83-95. Liðin jöfn að stigum eftir leikinn með 10 í 4.-6. sæti deildarinnar ásamt ÍR.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Daníel Guðna Guðmundsson, þjálfara Grindavíkur, eftir leik í HS Orku Höllinni í Grindavík, en tað þeirra í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum.

Daníel Guðna Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leik: “Við byrjuðum leikinn alveg hræðilega og það kostaði okkur í raun sigurinn. Við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn en komumst samt aldrei á neitt almennilegt skrið – við vorum alltaf að elta þá og það kostar mikla orku. Þetta var bara alls ekki nógu gott, og þá sérstaklega varnarlega. Það vantaði síðan meiri dýnamík í sóknina. Karakterinn var ekki nógu sterkur hjá okkur að þessu sinni.”

Viðtal / Svanur Már Snorrason