Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls máttu þola tap í kvöld fyrir Colorado State Rams í bandaríska háskólaboltanum, 65-68. Leikurinn annar tveggja á milli liðana þessa helgina, en þeim fyrri töpuðu Wyoming einnig í gær. Það sem af er tímabili hafa þær unnið átta leiki og tapað níu, en þær eru í 6. sæti Mountain West deildarinnar.

Á 14 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Dagný Lísa 8 stigum, 3 fráköstum og 2 vörðum skotum. Næsti leikur Wyoming er gegn Utah State Aggies þann 12. febrúar.

Tölfræði leiks